Lazy Stripes – New pattern

I have a new pattern in my Ravelry store 🙂 click here to take a look.

Read all about The Harbour Project and start crocheting 🙂

Advertisements

Eyrnalokkar!!!

Er að byrja með eyrnalokkana mína aftur í sölu 🙂 … Verður hægt að koma og skoða í Íshúsi Hafnarfjarðar von bráðar. Ef þið hafið áhuga er hægt að hafa samband í síma 8212542 eða eddalilja78@gmail.com

eyrnalokkar

1 stk. án blúndu/útsaums: 2000.-
1 stk. með blúndu/útsaumi: 2500.-
Blandað par 4500.-
Par án blúndu/útsaums: 4000.-
Par með blúndu/útsaumi: 5000.-

Hekla litla komin í sölu :)

Uppskriftin af Heklu litlu er komin í sölu á ravelry. Hún er í stærðum 2 ára til 12 ára og hekluð úr frábærri ull úr Litlu prjónabúðinni.  Hún er bara til á íslensku eins og er en von bráðar á ensku líka.  Þeir sem vilja kaupa uppskriftina með millifærslu frekar sendið mér póst á eddalilja78@gmail.com  Til að kaupa á ravelry smellið hér

Ást og hekl 🙂

Krúttlegt hekl fyrir litlar tásur /Námskeið

Námskeið, hekl, heklaðir skór

Heklaðir skór / námskeið 10. mars og 17. mars. kl: 17:00 – 19:00
Hekluð er ein uppskrift úr bókinni á námskeiðinu.

Uppskriftirnar eru margar sniðugar til að nýta afgangana 🙂
Bókin er innifalin í námskeiðsverði.
Námskeiðið er 2 kvöld og kostar 10.000 kr.
Námskeiðið er haldið á vinnustofu minni á Miðvangi í Hafnarfirði
Upplýsingar og skráning á snigla@snigla.com

Hekla / hekluð peysa

Nú stendur yfir samhekl á peysunni Heklu

Uppskrift af peysunni verður til sölu mjög bráðlega 🙂

Hekla

Samhekl Heklu fer af stað 16. janúar

Verð: 2000.- kr
Innifalið er uppskrift og aðgangur að lokuðum hóp með aðstoð Verð líka stöku sinnum með opna vinnustofu þar sem hægt verður að droppa við og fá hjálp ef þörf er á
Stærðir frá XS – XXXL
Frekari upplýsingar og skráning á snigla@snigla.com
Ef þú hefur áhuga á uppskrift um leið og hún kemur í sölu sendu þá póst á snigla@snigla.com og ég læt vita um leið og hún fer í sölu 🙂

Heklarinn prjónar og prjónar

Það kom til mín kona í búðina (Handprjón) um daginn með svo svakalega fallega barnapeysu sem heillaði mig alveg uppúr skónum. Eftir að hafa hugsað um peysuna dag og nótt án þess að geta ýtt henni frá ákvað ég að fletta upp uppskriftinni og athuga hvort hún væri til í minni stærð. EN NEI…. hún var bara til í barnastærð… Ég ákvað samt að kaupa uppskriftina sem heitir Flower cardigan og skoða hana aðeins, verð enn æstari og ákveð bara að ná mér í aðeins grófara garn og stærri prjóna og þá hlyti hún að passa á mig. Madeline Tosh Vintage varð fyrir valinu sem er þvílík dásemd að ég get verið í peysunni yfir hlírabol þar sem hún er svo dásamlega mjúk. Ég fór pínu blint áfram þar sem ég var svo æst að ég gat ekki reiknað almennilega út stærðina út frá prjónfestu, heldur prjónaði ég bara stanslaust þar til hún var tilbúin. Þá fyrst gat ég mátað hana almennilega og hún smell passaði, mér til mjög mikillar gleði :).

 

Þetta var á sunnudaginn, ég skellti henni í þvott og lét hana þorna yfir nóttina á handklæði með 2 viftur flögrandi yfir henni til að flýta fyrir þurrkun.

d71741a607de2ca313ac6aeac0480fd69b5eb40c996a7501e6fb0c8b975fe0e7 Klæddist henni á mánudag og svo alla daga þar til núna rétt áðan að ég þvoði hana aftur og nú er hún komin aftur undir vifturnar svo ég geti notað hana áfram á morgun.flowercardigan

Ég er að sjálfsögðu byrjuð á annarri alveg eins peysu og mun setja inn framgang mála með hana :)…. Og hér er byrjunin…

peysan

Bless í bili… farin að prjóna áfram 🙂

Arndís tæmir skápana / Arndis empties her closets

Eins og ég sagði frá (allavega á facebook) um daginn þá hafði vinkona mín samband við mig sem vildi endilega líka reyna að vinna úr garninu í skápunum sínum. Hennnar markmið er að losa sig við 1 kg sem hún ætlar að gefa sér ár í þar sem hún á svo mikið af fínlegu garni.

Hér eru nokkur orð frá henni um fyrsta verkefnið:

Ég hef verið mjög dugleg í gegnum tíðina að fara með afgangsgarn í rauðakrossinn og gefa því nýtt líf.
Eftir sitja fullir skápar af garni sem ég tími ekki að gefa. Þessi fyrsta dokka er hand spunninn hand lituð photo
íslensk ull, en það er eitt mjög sérstakt við hana. Hún er keypt á prjónafestivali í NY fylki (Rhinebeck) og
lopin frá útfluttum íslenskum kindum. Lopinn er mun mýkri en íslenski lopinn þó að kindurnar hafi ekki verið kynbættar.
Ullinn er meðhöndluð öðruvísi, kindurnar eru ræktaðar til lopaframleiðslu ekki kjötframleiðslu og veðurfarið er öðruvísi
en á Íslandi.
Ég ákvað að prjóna úr þessu eyrnaband en ég er alltaf með tagl og eru því húfur lítið notaðar á hausinn minn.
Uppskriftin kemur frá mér.

staðan:
eyrnaband: 46gr bara 954gr eftir

——————————————————————————————————————————————————————————-

My friend contacted me last week because she really wanted to use som

photo2

e of her yarn stash as well.. I will post photos and her stories here as well as my own. We will probably have some fun along the way so keep watching 🙂 Here mission is using one kg of yarn in one year (she has a lot of fingering yarn). Here are a few words from her about her first project:

I have been diligent giving from my stash to the redkross, giving it new life. BUT what I have left are closets full of yarn I couldn´t give away. This first one is hand spun Icelandic wool, hand dyed. What´s extra special about it is that it was bought at a knitting festival in the state of NY (Rhinebeck) and the wool is from exported Icelandic sheep. The wool is a lot softer then ours, the wool is handled differently and the sheep is grown specially for wool production instead of meat production. Plus, the weather is different from the Icelandic weather.

I decided to knit an ear band because I always have my hair in a ponytail so I´m not using a lot of hats. The pattern is my own.

I used 46 grams …. only 954 to go 🙂

Vigtun 2 / Weight number 2

Jæja nú er komið að því að sjá hvað ég hef unnið úr miklu frá því síðast :)… Ekki reyndar eins mikið og ég bjóst við en það er allt í gangi. Ég er byrjuð á öðrum eins púða og síðast nema úr allskonar bleiku garni, hann kemur inn í næstu vigtun 🙂 Þegar ég var hálfnuð með hann heillaðist ég allt í einu svo svakalega af appelsínugulu hillunni og ákvað að gera frekar þykkan púða og setti saman 6 eða 7 þræði úr appelsínugula garninu

kappivigtmínu.  Ætlaði sko heldur betur að losna við mikið í einu.. 🙂  .. Púðinn endaði í 275 gr. sem er svo sem alveg ágætt en ég hafði búið mig undir miklu meira.. hahahah.

Næst ákvað ég að byrja á sikksakk teppi, mig hefur alltaf langað til að prufa

Svona losnar maður við mikið af garni í einu verkefni / This is how you get rid of a lot of yarn in one project :)svoleiðis.  Ákvað að reyna að nota eins marga liti og tegundir af garni og ég ætti hérna uppi (s.s. ekki í bílskúrnum). Þegar ég var kmomin með c.a. 13 umferðir vildi maðurinn minn endilega nota þetta sem kappa í gluggana í stofunni ( sem áttu að vera heklaðir fyrir … árum). Ég féllst á það og skellti þeim upp eftir að hafa vigtað stykkið. Mikið lítur þetta vel út… en… ekki alveg nógu langt. Hef því ákveðið að taka þá niður aftur og ge

ra úr þessu teppi og gera annað stykki lengra til að það passi í gluggann 🙂 Ákvað að bæta þyngdinni inní þá vigt sem komin er og mínusa það svo bara frá þegar teppið er tilbúið… Kappinn vigtaði 151 gr

EFtir vigtun 2 hef ég því unnið úr samtals 856 grömmum…

pudinn

275 gr.Stend eftir með 3 verkefni í vinnslu sem gætu poppað inn um næstu helgi… allavega 2 af þeim :).. hlakka hrikalega til að sýna ykkur annað þeirra.. á erfitt með að leggja það frá mér 🙂

Annars er skemmtilegt frá því að segja að dóttirin hefur tekið að sér plastpokaförgun og er hún hér á myndinni fyrir neðan að klippa þá niður. Svo festi hún ræmurnar saman og vatt í hnykil. Þennan sama dag heklaði hún sér sundtösku úr

herlegheitunum… litli snillingurinn minn.                Jæja Sæl að sinni

 

————————————————————————————————————–

When I had finished my last pillow I started a new one in pink colors… It´s looking really good. But when I was halfway there I was charmed by all my orange yarns. So I decided to combine as many as I could into one ball of yarn so I could get a lot of grams in one project. I used about 6 threads but it only gave me 275 grams… but it´s not that bad.

plast

When that was finished I remembered I always wanted to make one of these zig zag blankets, it would be perfect in all my colors. When I had finished 13 rounds my husband saw it and wanted to put it in our window. He has been waiting for something like this for years. So I decided to try it when I had weighed it. It weight 151 grams. BUT it was to small for my window so I have decided to take it down again and finish the blanked and make a new one for the window.t that bad.

So the second weighing gives me a total of

 

856 grams from the beginning.. that´s ok. Right?

I´m working on 3 projects now and I can´t wait to show you…. Until next…