Handverkskaffi í Gerðubergi

Handverkskaffi í Gerðubergi
miðvikudagskvöldið 13. janúar kl. 20

Húfa á viku í heilt ár

Edda Lilja Guðmundsdóttir setti sér það markið að hekla eða prjóna eina húfu á viku allt árið 2009.
Skilyrði var að engar tvær húfur væru eins og að þær væru allar gerðar úr garni sem hún átti þegar til í fórum sínum.
Eddu tókst markmið sitt fyrir síðasta ár og hefur að auki sett sér metnaðarfullt markmið fyrir árið 2010.
Hún segir frá húfunum 52, sýnir nokkrar þeirra og ljóstrar upp vikulegu verkefni sínu þetta árið.

Edda Lilja er textílkennari að mennt. Hún hefur nú lagt kennsluna á hilluna til að geta sinnt í fullu starfi hugðarefnum sínum;
Frjálsu hekli, prjóni, skartgripagerð og fleiru.

Gerðuberg stendur fyrir handverkskaffi fyrsta miðvikudagskvöld í mánuði. Í janúar var brugðið út af venjunni vegna þrettándans en annars er fyrsti miðvikudagur mánaðarins reglan.
Markmiðið með þessum kvöldum er að bjóða upp á notalega stund þar sem gestir geta fengið sér kaffi og með því, spjallað og jafnvel tekið í handavinnuna.
Boðið er upp á stuttar skemmtilegar kynningar og jafnvel sýnikennslu, allt eftir viðfangsefni kvöldsins. Handverkskaffið hefst kl. 20 og stendur til kl. 22, aðgangur er ókeypis.

Dagskrá vorsins er eftirfarandi:

3. febrúar – Mósaík meistarans
3. mars – Bút fyrir bút í þrjátíu ár, Íslenska bútasaumsfélagið 10 ára
7. apríl – Flugur á sveimi – fluguhnýtingar
5. maí  – Lesið í skóginn tálgað í tré

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s