Jewlery 28 / Skartgripur 28

Summer fluffy could be the name for this necklace. It can keep your neck warm and pretty at the same time. I made it with my very own hand dyed yarn. I´ve been trying to hold back on that for a while because I knew I would go crazy if I did and do nothing else for weeks. I allowed myself two day´s, but then I have to use it all before I make more. It´s so much fun and the colors are so beautiful… maybe I´m just so proud of my self???

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Svona agalega bleikur og fínn mætir skartgripur vikunnar. Ég missti mig aðeins í að lita garn síðastliðna 2 daga. Hef haldið mig viljandi frá því hingað til því ég vissi að þá yrði ekki aftur snúið. Garn birgðirnar myndu stækka aftur og ég ekki getað einbeitt mér að því sem ég á að vera að gera í margar vikur :)… EN nú gat ég ekki setið á mér lengur, fékk smá leiðbeiningar og hlekkjaði mig svo við eldavélina með garn og lit…. þvílíkur unaður. Litirnir sem hægt er að fá eru bara guðdómlegir og mun ég nota þá að mestu í kraga sem ég ætla að vinna á næstunni. Reglurnar eru þær að ég gaf mér þarna 2 kvöldstundir í að prufa að lita smá og svo má ég ekki gera meira fyrr en ég hef klárað að vinna úr því. Kosturinn er reyndar sá að ég er að lita garn sem ég hef átt svo árum skiptir og aldrei notað vegna þess hversu ljótt það er á litinn en eftir smá sull í eldhúsinu er þetta orðið uppáhalds garnið mitt… Hvað gæti  ég beðið um meira. Fékk svo smá hjálp við myndatökuna frá þeim Ásu (dóttur minni) og Yrsu vinkonu hennar sem stilltu sér upp  og tóku svo flottu myndina þar sem ég skelli hálsmeninu á arminn :).

Advertisements

One thought on “Jewlery 28 / Skartgripur 28

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s