Jewelry 52 / Skartgripur 52

Finally, this year is over and I´m posting my last jewelry. I´m FREEEEEEE. All sorts of emotions are running through my body this moment. Maybe because I´ve decided not to do a 52 something project for the year 2011. I´ve finally emptied my brains, which by the way was the purpose at the beginning with my 52 hats project. Perhaps there will be some semi projects next year if I miss it very much, like one something a day for a week :).. who knows. But my main agenda for next year is publishing my book of 52 hats which I´ve been working on this year along with everything else.  Well, here it is jewelry 52… the fireworks ring 🙂

Happy new year everyone.

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Jæja, það er loksins komið að því, síðasti skartgripurinn… Jibbí. Blendnar tilfinningar , úff . Ekkert verkefni næsta ár, það er skrítið. EN líka frábært… hugmyndirnar voru orðnar af skornum skammti síðastliðnar vikur. Búin að tæma hausinn, sem var jú tilgangurinn með húfuverkefninu þegar ég byrjaði það… aðeins að losa um allar þær brjálæðislega mörgu hugmyndir í hausnum mínum. Hahaha.

Megin markmið næsta árs verður að gefa út bókina 52 húfur, sem ég hef verið að vinna að síðastliðið ár. Ég á eftir að leyfa ykkur að fylgjast með gangi mála í því. Kannski gef ég mér jafnvel tíma í að uppfæra heimasíðuna svolítið og bæta inn myndum og uppskriftum… ohhh en spennandi 🙂

Jæja þarf að fara að pilla humar fyrir kvöldið… Gleðilegt nýtt ár allir og takk fyrir samfylgdina…. vúuúúúúúúúúhúúúúúúúúúúú

Advertisements

Jewelry 35 / Skartgripur 35

Simple, beautiful, elegant, what more do you need for your little black dress? I used the same chain as for the bracelet in jewelry 33. I love using some old stuff with my crochet. I lost my writing mojo a while back… I think it´s because I have to write this blog, no matter what, then it suddenly becomes boring. I´m trying really hard to find it again… maybe I will some day before this project is over :). I just received 3 books I bought on amazon.com and I love sitting in my new sofa with my new books. One of these three books is 1000 fabulous knit hats and there are 11 hats from my 52 hats project in the book :).

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Einfalt og fallegt… ekkert auka drasl og dót … hvað þarftu meira fyrir flotta svarta kjólinn þinn? Ég notaði sömu keðju og í armbandið sem var númer 33 í röðinni. Mér finnst fátt skemmtilegra en að nota svona eitthvað sem ég finn, gamalt dót og hekla það með, saman eða utan um. Ég er búin að vera í frekar mikilli skrif lægð síðastliðnar vikur og er að vonast til þess að fara að rísa upp úr henni núna með lækkandi sól :).. Ætli það sé ekki kvöðin, að þurfa að skrifa blogg einu sinni í viku sem er farið að segja til sín? Annars var ég að fá svo flottar bækur í gær sem ég pantaði á amazon.com og ein þeirra er bókin 1000 fabulous knit hats sem inniheldur 11 húfur af húfunum mínum 52 🙂 …. Það er ekkert smá gott að sitja uppí sófa, sérstaklega í veðri eins og það er í dag, og sökkva sér í nýjar hekl og prjóna bækur…. MMMMMMMMMMMM:)

Jewelry 25 – Skartgripur 25

This weeks jewelry was specially made for a friend of a friend in Denmark. I love getting requests like this. She needed something to hold her here while playing her instrument and pointed out her favorite jewels from my colletion. This is the result, I hope you like it.

Rigth now I´m setting up my hat´s exhibition at Selasetur in Hvammstangi. Hvammstangi is a small twon in the nord-west part of Iceland. My hats will be inbetween seals and other sea animals J… Than I´m off to Blonduos to teach crochet hats and bags for two day´s. The exhibition will stand for 2 weeks so if your´e anywhere nearby don´t miss it.

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Skartgripur vikunnar að þessu sinni er sérstaklega gerður fyrir vinkonu vinkonu minnar í Danmörku. Mér finnst æði að fá svona séróskir. Hana vantaði eitthvað til að halda hárinu frá á meðan hún spilar á hljóðfærið sitt og benti mér á sína uppáhalds skartgripi úr verkefninu mínu. Þetta er útkoman.

Fyrir ykkur sem misstuð af húfusýningunni  minni í Norræna húsinu í febrúar, eða viljið óð sjá húfurnar aftur, hef ég gleði fréttir. Ég er, í þeim töluðu, að setja húfurnar 52 upp í Selasetrinu á Hvammstanga. Þar verða þær inná milli sela og annarra sjávardýra. Sýningin mun standa næstu 2 vikurnar (opnar á morgun) og fyrir ykkur í nágrenni Hvammstanga þá verð ég með hekl námskeið þar um næstu helgi. Þið fáið upplýsingar í Selasetrinu þar sem ég verð lítið í netsambandi næstu daga. Eftir helgi fer ég í sæluferð í kvennaskólann á Blönduósi þar sem ég mun kenna hekl.

Hat design / Húfuhönnunarsamkeppni

Hér eru vinningshafarnir í Húfu hönnunar samkeppninni sem haldin var í tilefni sýningarinnar 52 húfur í anddyri Norræna hússins. Vinningshafarnir fengu húfurnar sínar afhentar í dag. Upplýsingar um keppnina má finna hér.

Vinningshafarnir eru Sesselja Konráðsdóttir í fullorðinsflokki og Ebba Björg Ísberg í barnaflokki.

Ég óska þeim innilega til hamingju og þakka fyrir þátttöku þeirra í keppninni.

Here are the winners in a hat competition I held at my exhibition at Norræna húsið. All guests could participate. Many drawings where sent to the competition and the winners are: Sesselja Konráðsdóttir and Ebba Björg Ísberg. They got they´re winning hats made by me this afternoon.

Jewelry 8 / Skargipur 8

A combination of this dark rock and the delicate pink pearl thread make jewelry number 8. The rock I found sometime in my summer vacation spent around the country of Iceland. I, the collector, filled my bag with these beautiful rocks, I knew I would find a use for it somtime.

For those of you how are in Iceland, tomorrow is the last day of my 52 hat exhibition in Norræna húsið . So those of you who haven´t seen it you better hurry.

-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0

-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0

Ég vissi að ég myndi finna not fyrir þennan stein. Einhversstaðar á ferðalögum mínum um landið, man engan vegin hvar, fann ég þennan stein ásamt mörgum öðrum sem ég sligaðist með á bakinu dágóðan spöl til að geta tekið með mér heim. Hann er hreint æðislegur með þessu fínlega bleika perlugarni. Nú get ég með góðri samvisku safnað fleiri flottum steinum :).

Annars vildi ég benda ykkur á að á morgun er síðasti dagur sýningarinnar í Norræna húsinu 52 húfur á 52 vikum. Þið sem eigið eftir að fara, hópist í Norræna húsið í dag eða á morgun:).  Ég verð á staðnum í dag klukkan fjögur og afhendi verðlaunahúfurnar í húfusamkeppninni. Er búin að skanna inn allar tillögurnar sem bárust og mun setja þær inn á síðuna mína á næstu dögum.

Húfuhönnunarsamkeppni í Norræna húsinu

52 húfur á 52 vikum -sýning í anddyri Norræna hússins:

Hönnunarsamkeppni
Teiknaðu og hannaðu þína eigin húfur!
Í tilefni af sýningunni 52 húfur á 52 vikum efnir Norræna húsið til hönnunarsamkeppni sem allir gestir sýningarinnar geta tekið þátt í.
Samkeppnin hefst kl. 14.00 7.febrúar næstkomandi, þegar Edda Lilja verður
með leiðsögn um sýninguna 52 húfur, og stendur til kl.17.00 14.febrúar.

Hleypið sköpunarkraftinum út – hannið og teiknið eigin húfur.

Þáttakendur teikna og hanna eigin húfu, setja teikninguna í sérmerktan kassa í Norræna húsinu.

Dómnefnd skipuð Ragnheiði Eiríksdóttur frá Knitting Iceland og Huldu Hákon frá Ístex velja verðlaunahúfuna sem verður síðan búin til af Eddu Lilju.

Úrslit verða tilkynnt 27.febrúar næstkomandi og sigurvegarinn fær þá húfuna afhenta.

Jewelry 4 / Skartgripur 4

Along with the making of the show of my 52 hats I made the fourth jewelry, a bracelet. I found these old snap-buttons in my big box of old buttons. There´s something about the way they look, I totally love them. It´s so cool, you can snap it together where ewer you like, but you can also snap a this cool black ,,hat” onto  the center of the bracelet to change the look. SO COOOL… If you are in Iceland this February, my show of my 52 Hats will be open in Norraena Husid, Reykjavik, I just finished setting up 🙂 and I´m so happy.

Samhliða uppsetningu sýningarinnar á húfunum mínum 52 gerði ég skartgrip númer 4, armband. Ég fann þessar æðislega flottu gömlu smellur í töluboxinu mínu. Það er eitthvað alveg ótrúlega sjarmerandi við þær, heilluðu mig uppúr skónum. Armbandið er frekar kúl, að mínu mati, þú getur smellt því saman eins og þú vilt og til að breyta útlininu smelllir þú litlum ,,hatti” ofan á miðju armbandsins. Skemmtilegt að eiga ,,hatta” í nokkrum litum í stíl við mismunandi klæðnað. Annars var  ég að klára uppsetninguna á sýningunni minni í Norræna húsinu og verður hún opin frá og með sunnudeginum á opnunartíma Norræna hússins, verið velkomin… 🙂