Jólahreingerningarsala

Er að taka til á vinnustofunni og hef fundið vörur hér og þar í pokum og kössum… hef ákveðið að selja þetta á lægra verði…. Allt frá 10 ára gömlum vettlingum til nýjustu skartgripanna… Bara gaman…

Á morgun fimmtudag verður opin vinnustofa milli klukkan 18:00 og 22:00 að Ölduslóð 2 , í Kjallaranum. Fyrir þá sem ekki vita þá er Ölduslóð í Hafnarfirði 🙂

Þeir sem eru með facebook geta skráð sig á eventinn hér og skoðað myndir… http://www.facebook.com/event.php?eid=177297555619904

Hér er annars smá sýnishorn af því sem verður í boði… 🙂

Hlakka til að sjá ykkur …

Advertisements

Jewelry 31 / Skartgripur 31

Having so much fun in Handverkshatid where jewelry 31 was born 🙂 . Sitting in a camping trailer on the web.. LOL 🙂

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Skartgripur vikunnar fæddist fyrir Handverkshátíð í Hrafnagili og er þar til sölu. Hitti fullt af skemmtilegu fólki í dag. Takk fyrir daginn allir. Hlakka til að sjá fleiri á morgun 🙂  Sit hér á tjalsdtæðinu í Hrafnagili með tölvuna… finnst það frekar fyndið 🙂

Jewelry 30 / Skartgripur 30

Computer melt down at 11 pm ….. computer OK at 11:26 pm … Photo´s from camera at 11:30 pm. OMG that was a close call. But this time the jewelry was ready 6 days ago :)… My lovely yellow broach.

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Tölvan dó klukkan 23:00…. lifnaðu aftur við klukkan 23:26…. myndirnar komnar inn um 11:30…. Get ekki neitað því að ég var orðin pínu stressuð. Og í fyrsta skipti í langan tíma var skartgripurinn sjálfur tilbúinn fyrir mörgum dögum síðan, hehe, úr uppáhalds bómullargarninu mínu. Minnir að það sé frá Isager úr Nálinni sem er ekki lengur á Laugaveginum. Hlakka til að heimsækja þær í Fákafenið :). Næsti skartgripur kemur svo inn þegar ég verð á handverkshátíð þar sem ég verð með fullt af fallegum skartgripum til sölu :)… Hlakka til að sjá ykkur öll. Vil þakka tölvunni minni sérstaklega fyrir að þrauka þetta með mér svona rétt fyrir miðnættti :).

jewelry 23 / Skartgripur 23

Quick message… on my way out…. Jewlery 23 is here….. Totally my favorite one yet…  I´ve decided to name it Raudka in icelandic which in english would be some strong word describing something red… Maybe I should start a challenge… who ever comes up with the coolest name (chosen by me) gets a copy of the ring :)…… Send suggestions to snigla@snigla.com

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o–o-o-o-

Stutt skilaboð… á leiðinni út…. skartgripur 23 er mættur á svæðið… minn uppáhaldshringur til þessa….  Ég hef ákveðið að skýra hann Rauðka á Íslensku… óska eftir nafni á ensku … sá sem kemur með flottustu uppástunguna (valið af mér) fær eintak af hringnum  :)… Sendið tillögur á snigla@snigla.com

Fyrir ykkur hin sem hafið áhuga þá fást þeir í Gallerí Thors…. Linnetsstíg 2 í Hafnarfirði

Jewelry 21 / Skartgripur 21

I found my new favorite yarn this week. ISAGER BOMULD , I got from my favorite shop, Nálin on Laugavegur. There´s something so oldish about it, beautiful texture and lovely to work with it. I used it for my 21st jewelry, a beautiful coral broach, already available in  Galleri Thors, Linnetsstigur 2, Hafnarfjordur. It´s my favorite jewelry jet, I can´t wait to make a necklace to match and maybe a ring… OMG, think I´ll have to start right now……… no more words…. just crochet, crochet, crochet ;).

For those of you in Iceland there will be an open day at the Galleri next Thursday from 11:00 am – 9 pm where you can watch some artists working, including me.

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Ég hef fundið nýtt uppáhalds garn… gæti flokkast undir uppáhalds bómullargarn :).. Það heitir ISAGER BOMULD og er bara algjörlega yndislegt. Falleg áferð, fallegir litir og bara undursamlegt í alla staði…. hehe. Fékk það Nálinni sem er algjörlega mín uppáhalds búð líka, gæti eytt aleigunni þar inni :). Garnið notaði ég í skartgrip vikunnar sem er minn uppáhalds til þessa…. hahahaha, allt í uppáhaldi þennann föstudaginn. Kannski þetta sé bara uppáhalds föstudagurinn líka :).  Skartgripur vikunnar er næla sem minnir helst á kóralrif og ég get hreinlega ekki beðið eftir því að búa til hálsmen í stíl og jafnvel hring…. Held ég verði að byrja bara núna strax — burt með tölvuna og upp með heklunálina…. Ég er annars búin að setja 2 svona nælur í Gallerí Thors, Linnetsstíg 2 í Hafnarfirði og mun setja fleiri von bráðar…. Var að fylla á í Galleríinu og mun meira kemur í næstu viku …:)

Á fimmtudaginn byrja svo Bjartir Dagar hérna í Hafnarfirðinum og í tilefni þess verður opið hús í Galleríinu frá klukkan 11:00-21:00. Það verður 15% afsláttur af öllu í Galleríinu þann daginn auk þess sem hægt verður að fylgjast með listamönnum við vinnu sýna :)… þar á meðal mér………………Bara skemmtilegt.

Jewelry 20 / Skartgripur 20

It´s yellow, busy, crazy….. so cool. I really like it. Love this yellow color, it´s soooooo happy and sunny. Been a bit tired after an awesome night last night. There was an exhibition opening in Kirsuberjatred, with crochet pictures from 19 artists, me being one of them :). If your´e in Iceland you can´t miss this.

If your´e looking for the right earrings, I just made some new ones for you to buy in Gallery Thors, Linnetsstig 2, Hafnarfjordur.

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Gula skrímslið sem er samt eitthvað svo fallega skemmtilegt, sumarlegt og sætt :). Jaðraði við smá þynnku í dag eftir mjög skemmtilegt gærkvöld. Sýningin Heklað í herberginu var opnuð í Kirsuberjatrénu í gærkvöldi. Það er samsýning 19 listamanna, þar á meðal mér, með hekluð myndverk. Þið hekl unnendur megið ekki láta þessa sýningu framhjá ykkur fara, ótrúlega fjölbreytt verk. Sýningin stendur til 21.júní. Annars fyrir ykkur sem vantar nýja eyrnalokka þá var ég að setja fullt af nýjum flottum eyrnalokkum í Gallery Thors á Linnetsstíg 2 í Hafnarfirði…. 🙂

Jewelry 18 / Skartgripur 18

This weeks jewelry is a broach. It was born this afternoon and it was so much fun to make and I love the way it looks. Can´t wait to wear it with my black dress. It reminds me of a squid, swimming very fast :)…   When I was photographing the broach I noticed this beautiful reflection on the hood of my car. The big beautiful tree across the street.

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Skartgripur vikunnar er þessi undursamlega næla sem ég get ekki beðið með að prufa við fínan svartan kjól og leika mér með angana. Verð örugglega alltaf eitthvað fiktandi við þá.. :). Eineygða sæskrímslið ógurlega.  Þegar ég var að taka myndir af nælunni heillaðist ég alveg af spegilmyndinni á bílhúddinu mínu og varð að sjálfsögðu aðeins að mynda það líka. Var svo eitthvað að fikta við myndina og allt í einu fannst mér hún alveg æðisleg… leyfði henni að fylgja með.

Jewelry 17 / Skartgripur 17

This ring was made in a jiffy, I realized yesterday that it was Thursday and I had one day left to make my jewelry of the week. And the result is my favorite ring yet, OMG I love it. I actually started another Idea last night but didn´t like it so I made this one this morning. I´m wearing it now and it´s so pretty :). This Friday I´m in a big hurry so I will make this short this time…. :)… until next Friday, have a wonderful week.

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Ég uppgötvaði mér til mikillar undrunar í gær að það væri fimmtudagur og ég ætti eftir að gera skartgrip vikunnar. Finnst reyndar ekkert leiðinlegt að vinna undir pressu og fékk fljótlega hugmynd af hring sem var svo ekkert að virka. Var með aðra hugmynd þó bak við eyrað sem ég framkvæmdi svo í morgun og ég er gjörsamlega kolfallin fyrir þessum fallega hring. Ég er eitthvað voða mikið að flýta mér í dag og hef þetta bara stutt… þangað til næst… hafið það gott ………. 🙂

Jewelry 16 / Skartgripur 16

Happy Friday everyone. This weeks jewelry is a pair of stud earrings. Purple with a dash of my favorite color… GREEN. I can´t wait to try them out in other gorgeous colors.  I´ve prepared a few pairs to crochet over the weekend. There is still no ashes from the volcano here but that might change this weekend they say, but it wont be much and probably not affecting us much. At least I will have enough to do inside if I have to. Most of the times I´m sitting by my big window with this fantastic view you can see in one of my photos. Maybe I can take some awsome ash cloud sunset photos this weekend. Have a great weekend everyone… 🙂

-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0

-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0

Gleðilegan föstudag allir. Skartgipur vikunnar að þessu sinni eru þessir yndisfögru eyrnalokkar. Frábærlega fjólubláir með smá dass af girnilega grænu. Hlakka til að gera þá í fleiri litum, eins og rosalega rauðum, svaðalega svörtum og bullandi bleikum. Hahahaha. Hvernig finnst ykkur svona lýsingarorð með sama upphafsstaf og liturinn vera að virka. Mér finnst það frekar skemmtilegt 🙂 . Kannski verður það einn af skilmálunum hér eftir… lit þarf alltaf að lýsa með lýsingarorði með sama upphafsstaf… hahaha.  Já það er föstudagur. Læt fylgja mynd af útsýninu úr glugganum mínum sem ég sit iðulega við þegar ég hekla… reyndar bara smá partur af því.  Góða helgi allir saman, endilega kíkið við í Gallerí Thors og sjáið allar flottu vörurnar mínar þar, var að fara með eyrnalokka þangað í dag :).

Jewelry 14 / Skartgripur 14

I´ve been crocheting like a crazy women this week. Can´t stop making this beautiful necklace in many different colors, sizes and shapes. The original one is the green one and I totally love it. These will go to my etsy shop ASAP (this weekend). I will keep you posted. I also made it into a brooch which is just lovely… cant wait to show it to you. For those of you are in Iceland, I recently made a lot of new felted brooches for the Polar Bear Giftshop in Laugavegur.

-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0

-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0

Ég hef heklað eins og brjálæðingur þessa vikuna. Búin að gera hálsmen vikunnar í mörgum litum, stærðum og gerðum.Það sem ég titla sem skartgrip vikunnar er græna hálsmenið. Það fer í etsy búðina um helgina og á fleiri staði von bráðar. Ég gerði líka nælur úr sömu hugmynd sem eru gjörsamlega gull fallegar þó ég segi sjálf frá… 🙂 … hehe. Annars hef ég verið á fullu í þæfingu líka þessa dagana og er ný búin að setja nokkrar nýjar blómanælur í Ísbjörninn á laugavegi… man ekki númerið en hún fer ekki fram hjá neinum, þar eru stórir ísbirnir fyrir utan.