Blautar tásur

Blautar tásur

English version


Þessir sokkar urðu til á flakki um landið nú í ágúst (2009). Við vorum seint á ferð í sumarfríi þetta skiptið og það var orðið pínulítið kalt. Bjartur sonur minn er eins og hann er, blautir sokkar eru ekkert sjaldgæfir þegar hann kemur inn eftir að hafa verið úti að leika sér. Ekki veit ég af hverju ullarsokkar voru ekki með í ferð en

pabba hans fannst ekkert sniðugra en að ég myndi prjóna á hann ullarsokka. Það góða við ullina er að þó hún blotni aðeins þá heldur hún hita á litlu tásunum sem alltaf vilja blotna. Skellti mér því í búð á Húsavík, valdi nokkra skemmtilega liti af einbandinu og sokkarnir voru tilbúnir 2 dögum síðar. Ástæðan fyrir heklaða hælnum er sú að ég mundi ekki nákvæmlega hvernig hællinn er prjónaður en það er einhvern vegin alltaf hægt að redda sér á heklinu. Finnst það líka bara frekar flott að hafa hælinn heklaðan.

 

Garn:

Einband frá Ístex notað tvöfalt.

Hægt er að gera sokkana eins röndótta og hægt er, setja fallegt munstur hér og þar eða hreinlega hafa þá bara einlita.

Sokkarnir eru prjónaðir í hring á 4 prjóna. Hællinn er svo heklaður.

Stærð:

Þessir sokkar eru c.a. skóstærð 27 (frekar grannur fótur) . Ekkert mál er að stækka og minnka með því að fækka og fjölga lykkjum. Úrtakan og hællinn þarf ekkert að vera neitt svakalega nákvæmt. Ég felli alltaf helminginn af lykkjunum af fyrir hælinn.

Prjónar:

4 sokkaprjónar nr. 3,5

Heklunál nr. 2,5

Skammstafanir:

L   = Lykkja(ur)

SL =  Slétt

BR =  Brugðið

FP =  Fastapinni / Fastalykkja

Prj  = Pjróna

Aðferð:

Fitjaðu upp 30 L með tvöföldu einbandi á sokkaprjóna nr. 4. Skiptu L jafnt á 3 prjóna. Tengdu saman í hring.

Prjónið stroff svona : 1 SL , 1 BR til skiptis út umferð.

Prjónið stroffið eins langt og hentar hverjum og einum.

Þegar hæfilegri lengd er náð á stroffið er prjónað SL þar til þeirri lengd er náð sem þið viljið hafa .

 

 

Tekið úr fyrir hæl:

Fella af 7 L, prj 15 L SL , Fella af 8 L , slíta frá.

Fitja upp 7 L (þær koma í staðin fyrir þær 7 sem felldar voru af í fyrri umferð), prj 15 L, fitja upp 8 L ( sem koma í stað þeirra 8 sem felldar voru af í fyrri umferð).

Tengja aftur saman í hring.

Prj SL þar til hæfilegri lengd er náð frá hælbyrjun fram að tám.

Úrtaka:

1. umf: Prj. *4 L SL, 2 L SL saman*, endurtaka frá * – * út umferð.

2. umf: Prj. SL

3. umf: Prj * 3 L SL,  2 L SL saman*, endurtaka frá * – * út umferð.

4. umf: Prj. SL

5. umf: Prj * 2 L SL,  2 L SL saman*, endurtaka frá * – * út umferð.

6. umf: Prj. SL

7. umf: Prj * 1 L SL,  2 L SL saman*, endurtaka frá * – * út umferð.

8. umf: Prj * 2 L SL saman*, endurtaka frá * – * út uferð.

Slíta frá og draga bandið í gegnum L sem eftir eru.

Heklaður hæll:

Heklaðu FP í allar L í gatinu sem þú skildir eftir fyrir hælinn = 30 L (byrjaðu c.a. fyrir miðju aftan á hælnum).

Heklaðu FP hring eftir hring og hoppaðu alltaf yfir 1 FP á hvorri hlið þar til c.a. 10 Fp eru eftir. Þá hopparu yfir c.a. annan hvorn FP út umf. Slítur frá og saumar saman fyrir gatið.

Gengið frá endum og saumað (lykkjað saman) fyrir göt sem myndast við hæl.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s